Two poems by Ásta Fanney Sigurðardóttir
Fuglaklukka
ég labba hægar
í dag
en í gær
ég labbaði hægar
í gær
en í fyrradag
ég hef ekki litið á klukkuna í mánuð
í staðinn tel ég fugla
einn og klukkan er eitt
tveir og klukkan er tvö
þrír og klukkan er nón
hún hefur breyst
gengur hægar í hringi
í hring eftir hring eftir hring
ég er á góðri leið að verða tímalaus kona
einfari
stofukúreki
það eru höfrungar í síkinu
það eru mörgæsir í sjónvarpinu
það er enginn pappír í hillunum og fjöllin sjást
það hafa ekki allir efni á náttúru
sagði peningakallinn og pússaði úrið
samt breytast allir aftur í mold
(nú er nefnd fyrir næði)
(nú er nefnd fyrir sápu)
(nú er nefnd fyrir tíma)
(nú er nefnd fyrir handspritt)
(nú er nefnd fyrir 2 metra)
(nú er nefnd fyrir samkomur)
(nú er nefnd fyrir falskar upplýsingar)
(nú er nefnd fyrir alvöru upplýsingar)
(nú er nefnd fyrir fólk að ferðast innanlands)
(nú er nefnd fyrir snertingu)
(nú er nefnd fyrir faðmlög)
(nú er nefnd fyrir breytingu)
ég tengdi hausinn minn
við hausinn í jörðinni
og þá varð hausinn að rauðu neti
og rauða netið varð skilningur og tilfinning
viðkvæmt, létt, töfrandi, öflugt
og hvarf smátt og smátt
ég varð að gera þetta aftur og aftur
til að tengja
til að endurnýja
á milli rauðu þráðanna
í möskvunum á netinu
var ekkert og þögn
og birta
hvít
__________________