Skip to main content

Two poems by Ásta Fanney Sigurðardóttir

Credits Text: Ásta Fanney Sigurðardóttir Foto: Saga Sig July 22 2020

Fuglaklukka

ég labba hægar
í dag
en í gær

ég labbaði hægar
í gær
en í fyrradag

ég hef ekki litið á klukkuna í mánuð
í staðinn tel ég fugla

einn og klukkan er eitt
tveir og klukkan er tvö
þrír og klukkan er nón

hún hefur breyst
gengur hægar í hringi
í hring eftir hring eftir hring

ég er á góðri leið að verða tímalaus kona
einfari
stofukúreki

það eru höfrungar í síkinu
það eru mörgæsir í sjónvarpinu
það er enginn pappír í hillunum og fjöllin sjást

það hafa ekki allir efni á náttúru
sagði peningakallinn og pússaði úrið
samt breytast allir aftur í mold

(nú er nefnd fyrir næði)
(nú er nefnd fyrir sápu)
(nú er nefnd fyrir tíma)
(nú er nefnd fyrir handspritt)
(nú er nefnd fyrir 2 metra)
(nú er nefnd fyrir samkomur)
(nú er nefnd fyrir falskar upplýsingar)
(nú er nefnd fyrir alvöru upplýsingar)
(nú er nefnd fyrir fólk að ferðast innanlands)
(nú er nefnd fyrir snertingu)
(nú er nefnd fyrir faðmlög)
(nú er nefnd fyrir breytingu)

ég tengdi hausinn minn
við hausinn í jörðinni
og þá varð hausinn að rauðu neti
og rauða netið varð skilningur og tilfinning
viðkvæmt, létt, töfrandi, öflugt
og hvarf smátt og smátt
ég varð að gera þetta aftur og aftur
til að tengja
til að endurnýja
á milli rauðu þráðanna

í möskvunum á netinu
var ekkert og þögn
og birta
hvít

__________________

This is a black and white (and, in this case, colored) sheet from an icelandic leaflet on what you can and cannot do due to the pandemic. It's a table of instructions where you fill in your category of age, your health situation, if you're in isolation or in quarantine. Then there are columns of what you are doing. Going to the store, going for a walk, meeting friends, traveling, and so on.

Þetta er svart og hvítt (og í þessu tilfelli litað) blað úr íslenskum bæklingi um það sem þú getur og getur ekki gert vegna heimsfaraldursins. Þetta er leiðbeiningatafla þar sem þú fyllir út aldurshóp þinn, heilsufar þitt, ef þú ert í einangrun eða í sóttkví. Svo eru til dálkar yfir því sem þú ert að gera. Að fara út í búð, fara í göngutúr, hitta vini, ferðast og svo framvegis.

Like what you read?

Take action for freedom of expression and donate to PEN/Opp. Our work depends upon funding and donors. Every contribution, big or small, is valuable for us.

Donate on Patreon
More ways to get involved

Search